Hvað er fyrirmynd.is?

Fyrirmynd er lítið fyrirtæki sem selur sérútbúin veggspjöld með teikningum af sterkum, íslenskum kvenfyrirmyndum. Veggspjöldin koma í þremur útfærslum, öll í stærðinni 30×40 cm.

Hvert er mikilvægi fyrirmynda? Fyrirmyndir birtast okkur í daglegu lífi
í hinum ýmsu myndum. Íslendingar eiga margar sterkar kvenfyrirmyndir sem vert er að minna á og sækja innblástur til.

Öll höfum við okkar eigin fyrirmyndir í lífinu, sem hafa mikil áhrif á líf okkar, og leggur verkefnið áherslu á mikilvægi sterkra kvenfyrirmynda samfélagsins.

Vörurnar okkar

Veggspjöldin koma í þremur útfærslum.
Fyrirmynd no.1 – Svartar línur á bleikum grunni.
Fyrirmynd no.2 – Svartar línur á hvítum grunni.
Fyrirmynd no.3 – Hvítar línur á svörtum grunni.

Öll veggspjöld koma í stærðinni 30×40 cm, portrait.

Hverju veggspjaldi fylgir kort með teikningum og texta
um hverja og eina fyrirmynd.

Hvaðan kemur nafnið?

Nafnið, Fyrirmynd, er í raun tvíþætt.
Fyrirmynd merkir manneskja sem aðrir dást að
og reyna að tileinka sér góða siði hennar. 

Orðið, fyrirmynd, má einnig kljúfa í tvennt þ.e.
fyrir og mynd og er merkingin því fremur augljós.

Hver er þín fyrirmynd?

Bleika slaufan

Bleika slaufan er átak sem vert er að styrkja.
Ágóði af sölu bleiku veggspjaldanna, Fyrirmynd no.1,
rennur beint til Bleiku slaufunnar í október.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni
gegn krabbameini hjá konum.