Fyrirtækið
Hvað er fyrirmynd.is?
Fyrirmynd er lítið fyrirtæki sem selur sérútbúin veggspjöld. Meginhugmyndin eru veggspjöld með teikningum af sterkum, íslenskum kvenfyrirmyndum sem vert er að minna á. Veggspjöldin koma í þremur útfærslum í stærðinni 30×40 cm.
Hvernig hef ég samband?
Þú getur haft samband við okkur í gegnum í tölvupóstfang info.fyrirmynd@gmail.com eða Facebook messenger.
Greiðslur
Greiðslumátar
Við tökum á móti Debit- og Kreditkortum í gegnum greiðsluþjónustu KORTA. Við bjóðum einnig upp á aðra greiðslumáta eins og Aur, Pei og Netgíró.
Endurgreiðsla
Ef þú vilt fá endurgreitt vegna sendingar vinsamlegast hafðu samband við okkur á info.fyrirmynd@gmail.com. Vinsamlegast hafðu kvittun meðfylgjandi. Athugið að pantanir, sem búið er að senda, eru ekki endurgreiddar nema um gallaða vöru sé að ræða. Fyrirmynd ber ekki ábyrgð á skemmdum sem geta komið við flutninga vara.
Hvernig nota ég afsláttarkóða?
Áður en þú greiðir fyrir pöntunina þína er lítið box sem í stendur “Afsláttarkóði” Vinsamlegast stimplaðu inn kóðann þar. Ef kóðinn er réttur/virkur ætti afslátturinn að taka gildi samstundis.
Hvað geri ég ef pöntun fór ekki í gegn?
Farðu fyrst yfir greiðslupplýsingarnar hjá þér. Ef allt er rétt þá máttu endilega hafa samband við okkur á Facebook messenger eða á info.fyrirmynd@gmail.com.
Ef kortið þitt er orðið úrelt eða þú ert komin/n með nýtt, vinsamlegast hafðu samband við okkur á Facebook messenger eða á info.fyrirmynd@gmail.com
Sendingarmáti
Get ég fengið vöruna senda?
Frí heimsending er á öllum pöntunum á næsta Pósthús eða í Póstbox.
Öllum veggspjöldum er pakkað vandlega inn í pappahólk.
Allar vörur eru sendar með Póstinum, hvert á lands em er.
Sérpantanir
Hvernig legg ég inn sérpöntun?
Tveir valkostir eru í boði á www.fyrirmynd.is, annars vegar Sérpöntun og hins vegar Sérpöntun í lit.
Ef valin er Sérpöntun þarf að velja stærð og hlaða inn ljósmynd/um.
Ef valin er Sérpöntun í lit þarf að velja stærð, hlaða inn ljósmynd/um, velja lit og að lokum haka við annan þeirra valkosta sem bjóða upp á teikningu með bakgrunnslit eða lit í teikningu.